-
1
Ókeypis þarfagreining
Við byrjum ferlið á að skoða fyrirtækið þitt og þær vörur eða þjónustu sem þið veitið. Í samráði við þig þá gerum við lista af markmiðum sem hægt væri að ná með snjallvænni heimasíðu sem vekur athygli viðskiptavina.
-
2
Hugmyndir og tilboð
Byggt á þínum óskum og þarfagreiningunni þá getum við gefið nákvæmt verð fyrir verkefnið. Við komum einnig með hugmyndir um hvernig væri hægt að þróa síðuna með tíð og tíma þannig hún nái til viðskiptavina.
-
3
Hönnun snjallsíðunnar
Við hönnum vefsíðuna þína þannig að hún virki í öllum snjalltækjum. Við hönnum útlitið í nánu samstarfi við þig og fáum þitt samþykki áður en forritun síðunnar hefst.
-
4
Forritun
Við forritum allar síður í WordPress sem er vinsælasta vefumsjónakerfi í heimi. Það sem gerir WordPress stórkostlegt er hversu auðvelt er að læra á það. Það þýðir að starfsmenn geta sjálfir breytt síðuna, sett inn myndir og greinar á auðveldan hátt.
-
5
Efnisinnsetning
Ef þú ert nú þegar með heimasíðu þá sækjum við allt efni gömlu síðunnar og setjum inn það sem þú vilt hafa á nýju snjallsíðunni þinni. Við setjum upp valmyndir, ljósmyndir, texta, grafík, myndbönd og fleira. Við sendum prufuútgáfur til þín þar til samþykki þitt fæst fyrir því að halda áfram.
-
6
Vefurinn fer í loftið!
Það er spennandi að setja í loftið nýja snjallsíðu - sem er sérhönnuð til að skila fleiri viðskiptavinum og auknum tekjum. Upptaka ehf. býður einnig upp á stafræna markaðssetningu þar sem við nýtum samfélagsmiðla til að fá fleiri heimsóknir á síðuna þína.
-
7
Grunnkennsla á WordPress
Það fylgir tilboðum frá Upptöku að við mætum til þín og kennum grunnatriðin í WordPress. Þar lærir þú að setja inn greinar, myndir og fleira svo síðan sé ávallt uppfærð.
-
8
Eftirfylgni
Við skilum snjallsíðunum fullbúnum og kennum þér að uppfæra síðuna. Það er því allt klárt þegar síðan fer í loftið en við erum ávallt til taks ef þú vilt gera stórar breytingar. Ef þú vilt innleiða bókunarkerfi eða annað á síðuna þína þá færðu afslátt. Ef þig vantar aðstoð við að útbúa myndbönd eða markaðssetja síðuna þína á samfélagsmiðlum þá er Upptaka ehf. með sérfræðinga í þeirri þjónustu.
Hagkvæmt verð og góð þjónusta
Tökum upp viðburði og fyrirlestra
Upptaka ehf. er staðsett í Reykjavík en starfsmenn okkar ferðast um landið til að taka upp viðburði, veislur og fyrirlestra.
Myndbanda og auglýsingagerð
Okkar sérsvið er að útbúa auglýsingar og myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Láttu okkur vita hvernig við getum aðstoðað.
Ráðgjöf varðandi stafræna markaðssetningu
Upptaka veitir ráðgjöf varðandi stafræna markaðssetningu á netinu. Við þróum hugmyndir og framkvæmum þær um leið. Kíktu í kaffi.
Vefsíðugerð og leitarvélabestun
Við útbúum snjallvefsíður og veitum ráðgjöf í markaðssetningu þeirra. Leitarvélabestun skiptir öllu máli fyrir þá sem selja vörur eða þjónustu á netinu. Fáðu aðstoð við stafræna markaðssetningu sem skilar sér í aukinni sölu.
Árangur á samfélagsmiðlum
Fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin á samfélagsmiðlum getur verið gott að fá aðstoð við að stækka markhópinn og kynna fyrirtækið á nýstárlegan máta.
Sjónvarpsþættir og auglýsingar
Hjá Upptöku starfar hópur fólks með mikla reynslu sem má nýta í verkefni af öllum stærðum og gerðum. Hafðu samband við agust@upptaka.is og fáðu tilboð í þitt verkefni.