Íslenskur raðmorðingi verður á NETFLIX!

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV tilkynnti gríðarstóran samning við Netflix rétt í þessu. Þættirnir munu bera nafnið The Valhalla Murders en verða þó á allir á íslensku. Þættirnir segja frá því að þegar þriðja manneskjan finnst myrt innan sömu vikunnar – en þá áttar lögreglan sig á því að fyrsti íslenski raðmorðinginn gengur laus. Öll fórnarlömbin eru á einn eða annan hátt tengd hryllilegum atburðum sem áttu sér stað fyrir 35 árum.

Það eru True North, Mystery og RÚV sem semja við Netflix um alheimssýningarréttinn. Kostnaður við þættina nemur um 700 milljónum og nær helmingur kemur frá erlendum aðilum. Þórður Pálsson er höfundur þáttanna og verður auk þess einn af leikstjórum þeirra ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilmarsdóttur en þeir verða alls átta talsins.

Sannkallað stórskotalið verður í handritshöfundateyminu en það er skipað þeim Margréti Örnólfsdóttur, Óttari Norðfjörð, Ottó Geir Borg og Mikael Torfasyni.  Með aðalhlutverkin  fara þau Björn Thors og Nína Dögg Filippusdóttir.

„Þessi tímamótasamningur við Netflix og þetta mjög svo áhugaverða verkefni yfir höfuð er stór áfangi í umfangsmikilli og markvissri vinnu okkar á RÚV sem miðar að því að auka til muna framboð, dreifingu en umfram allt gæði leikins íslensks sjónvarpsefnis,“ er haft eftir Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra, í tilkynningunni.

Virkilega spennandi verkefni!