KYNÞOKKAFYLLSTI maður heims á leið til Íslands að leika í kvikmynd BALTASAR – myndir

Kyntáknið Luther

Á meðan Idris Elba bíður eftir kallinu frá framleiðendum James Bond þá er hann á leið til Íslands að leika í stórmynd Baltasar Kormáks. Breski leikarinn er 46 ára gamall, 189 cm á hæð og er þekktastur á Íslandi fyrir þættina Luther sem sýndir voru á RÚV. Elba hefur heillað bæði kvenmenn og karlmenn upp úr skónum með miklum sjarma. Segja má að hann sé orðinn nokkurs konar kyntákn og var valinn „Kynþokkafyllsti maður heims” árið 2018 – sem meðfylgjandi myndir gefa til kynna að sé verðskuldaður titill.

Allt tekið upp á Íslandi

Stórmynd Baltasar hefur vinnuheitið Deeper og verður framleidd af kvikmyndarisanum MGM. Tökur fara fram í maí á þessu ári í nýju myndveri RVK Studios í Gufunesi ásamt því sem tökur fara fram úti á Faxaflóa og um land allt.

„Þetta verður senni­lega fyrsta stóra mynd­in sem verður tek­in öll upp á Íslandi“ segir Baltasar í viðtali við mbl.is. Fjöldi Íslendinga mun koma að gerð myndarinnar að sögn Baltasar. „Þetta hef­ur verið draum­ur minn, að reisa þetta stúd­íó og geta komið með verk­efni til Íslands og unnið það hér.“

Myndin snýst nær alfarið í kringum hlutverk Elba svo það er óvíst hve margir leikarar koma við sögu. Ekki er búið að ráða fleiri í myndina en ljóst er að íslenskir leikarar verða teknir til greina.

Fyrrverandi geimfari kafar á mesta dýpi sjávar

Á vef IMDB segir að myndin sé sálartryllir um fyrrverandi geimfara sem kafar niður á mesta dýpi sjávar. Djúpsjávarfarið sem hann ferðast í lendir í háska og úr verður spennandi atburðarás. Til að leysa verkefnið þarf geimfarinn að kanna dýpstu leyndarmál sálarlífsins og takast á við sjálfan sig. Ljóst er að myndin Deeper stendur eða fellur með aðalleikaranum svo það er gríðarlega mikilvægt að fá rétta manninn í hlutverkið.

Bradley Cooper og Gal Gadot voru orðuð við verkefnið

Áður voru Bradley Cooper og Gal Gadot orðuð við aðalhlutverkin undir leikstjórn Kornel Mundruczo sem gerði myndina White God. Það gekk ekki upp svo Baltasar tók við verkefninu og var ekki lengi að skipuleggja tökur sem hefjast í lok maí. Idris Elba er án efa rétti maðurinn í hlutverkið enda hefur hann sýnt gríðarlega leikhæfileika undanfarin ár.

Idris tilnefndur til fjögurra Golden Globe verðlauna

Idris Elba öðlaðist frægð sem eiturlyfjasalinn Stringer Bell í þáttunum The Wire á HBO. Hann gerði það svo gott sem Luther í þáttum sem flestir Íslendingar þekkja. Hann lék Nelson Mandela í Long Walk to Freedom og hefur verið fjórum sinnum sem besti leikari á Golden Globe hátíðinni. Yngri kynslóðin þekkir Elba best í hlutverki Heimdallar í kvikmyndinni Thor og framhaldsmyndunum Thor: The Dark World, Thor: Ragnarok. Hann hefur einnig leikið í Avengers: Age of Ultron og Avengers: Infinity War sem kom út 2018.

Kynþokkafyllsti maður heims 2018

Tímaritið People valdi Idris Elba kynþokkafyllsta mann heims árið 2018 og því er ekki úr vegi að birta nokkrar myndir því til staðfestingar.

Að sögn Baltasar fá fjölmargir Íslendingar vinnu við myndina en tökur hefjast í lok maí.