Sjáðu GÆSAHÚÐARFLUTNING Bradley Cooper og LADY GAGA á Óskarnum – myndband

Hápunktur Óskarsverðlaunaafhendingarnar 2019 var án efa flutningur Lady Gaga og Bradley Cooper á laginu Shallow úr myndinni A Star is Born. Lagið hlaut Óskarinn fyrir besta frumsamda lagið en lögin sem eru tilnefnd eru flutt á hátíðinni. Það mætti segja að þetta hafi verið sannkallaður Gæsahúðarflutningur og augljóst að þau eru miklir vinir.

Sumir segjast sjá ástarblossa á milli þeirra en Lady Gaga hætti nýlega í sambandi og er á lausu. Cooper er hins vegar í ástarsambandi með Irina Shayk sem er rússnesk ofurfyrirsæta sem kemur meðal annars fram í Sports Illustrated. Cooper og Shayk eignuðust nýlega sitt fyrsta barn og virðast hamingjusöm – svo Lady Gaga þarf að leita á önnur mið.